

Austurbær
Austurbær er viðburðahús við Snorrabraut, - í miðbæ Reykjavíkur. Áratugum saman var það stærsta samkomuhús borgarinnar sem hýsti ótal viðburði frá miðnæturrevíum Leikfélags Reykjavíkur til rokktónleika Kinks. Í Austurbæ eru þrír samtengdir salir sem henta fyrir fjölbreytta viðburði með allt að 1.000 gestum. Húsið var opnað í núverandi mynd í mars 2018 eftir að hafa verið endurnýjað í hólf og gólf. Síðan þá hafa á annað hundrað viðburðir farið fram í húsinu, fundir, tónleikar, leikrit, dansleikir, árshátíðir o.fl. Ríkulegur tæknibúnaður er til staðar í húsinu og innréttingar með þeim hætti að auðvelt er að aðlaga það ólíkustu þörfum. Gott aðgengi er fyrir fatlaða að og í húsinu. Ef viðburður er í vændum hjá þér, hafðu samband við okkur.
Snorrabraut 37 Reykjavík | S:518 4000 hallo@austurbaer101.is